Starfsmenn Oddeyrarskóla sigurvegarar í vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í Lífshlaupinu

FullSizeRenderIMG_1851 Í starfsmannahópi Oddeyrarskóla eru margir keppnismenn, á ýmsum sviðum.

Í febrúar tókum við þátt í tveimur vinnustaðakeppnum þar sem allt kapp var lagt í að ná árangri. Keppt var í lestri í keppninni Allir lesa og varð Oddeyrarskóli í 4. sæti á landsvísu miðað við stærð vinnustaðar. Við erum afskaplega sæl með þann árangur en stefnum enn hærra á næsta ári.

Á sama tíma stóð Lífshlaupið yfir. Þar var keppt í hreyfingu og voru menn hvattir látlaust áfram og var m.a. stofnað til skriðstundsnámskeiðs til að auka hreyfingu starfsmanna.

Á starfsmannafundi á miðvikudag fengum við gesti frá Heilsuráði Akureyrarbæjar þar sem starfsmenn Oddeyrarskóla sigrðu vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í Lífshlaupinu. Fengum við viðurkenningarskjal og farandbikar að launum.  Jafnframt fengum við viðurkenningarskjöld frá Lífshlaupinu fyrir 3. sæti í fjölda mínútna á hreyfingu (miðað við stærð vinnustaðar). Að sjálfsögðu er stefnan sett á sigur á landsvísu að ári.

Auðvitað erum við í skýjunum yfir þessum frábæra árangri og teljum hann til marks um magnaða samstöðu í starfsmannahópnum.

Síðast uppfært 11.03 2016