Nemenda- og foreldraviðtöl á þriðjudag – muna að gera frammistöðumatið

logo -stafalaustVið minnum á að á sunnudaginn næsta er síðasti dagur til að skrá í frammistöðumatið. Á mánudagsmorgunn verður opnað fyrir skráningar kennara og nemenda og þá geta nemendur og foreldrar skoðað mat kennara samhliða eigin mati. Eftir það verður ekki hægt að skrá í matið. Á þriðjudaginn er svo viðtalsdagurinn þar sem matið er rætt. Þá koma nemendur bara í viðtöl en engin hefðbundin kennsla verður þennan dag. Ef foreldrar hafa ekki skráð sig í viðtalstíma er nauðsynlegt að gera það nú. Opið verður í frístund allan viðtalsdaginn.

 

 

Síðast uppfært 26.02 2016