Nú rétt fyrir jól tóku tveir kennarar, þær Linda Rós og Kristín Bergþóra próf á vegum G-Suite for Education og hafa því lokið stigi 1 sem Google Certified Educators. Til að ljúka slíku prófi þurfa kennarar að leysa ýmis verkefni í umhverfinu, m.a. að búa til verkefni fyrir nemendur, gera heimasíðu og vinna í kerfisstjórn. Prófið er liður í því að sýna fram að viðkomandi búi yfir ákveðinni færni í google umhverfinu.
Þrír kennarar í skólanum hafa leitt þróunarvinnu í google umhverfinu undanfarin ár og hafa þeir verið kennurum skólans mikill stuðningur auk þess sem þær hafa verið fengnar til að leiðbeina kennurum víðs vegar. Þessir kennarar munu heimsækja Google-skóla í Englandi í lok janúar og í framhaldinu sækja Bett ráðstefnuna í London.
Síðast uppfært 03.01 2017