Í dag stóð nemendaráð Oddeyrarskóla fyrir hæfileikakeppni í skólanum.
Margir nemendur skráðu sig til leiks. Þeir ýmist sungu, spiluðu á hljóðfæri, dönsuðu eða sýndu töfrabrögð. Það var virkilega ánægjulegt að sjá alla þessa hæfileikaríku krakka sýna listir sínar. Það þarf mikið hugrekki til að sýna atriði fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans, en það er ljóst að hér eru margir sem oft eiga eftir að stíga á stokk.
Hæfileikakeppnin er ákaflega skemmtileg tilbreyting í skólastarfið auk þess að vera góð upphitun fyrir árshátíð skólans sem verður haldin í lok janúar, en þá munu allir nemendur skólans sýna atriði.
Sigurvegarar í hæfileikakeppninni að þessu sinni voru þau Gísli Erik og Elín Ylfa í 1. bekk, en hún söng lagið Ríðum sem fjandinn (sem Reiðmenn vindanna fluttu um árið) og hann dansaði með. Í öðru sæti var Rebekka Rut í 2. bekk, en hún söng lagið Dansaðu vindur. Krakkarnir fengu gjafabréf á Greifann að launum.
Við þökkum nemendaráði skólans innilega fyrir að standa svo vel að þessari hæfileikakeppni.
Fleiri myndir frá morgninum eru komnar á myndasíðu skólans.
Síðast uppfært 17.12 2014