Heilsuvika

Vikuna 6.-10. október stóð heilsunefnd Oddeyrarskóla fyrir heilsuviku fyrir starfsmenn. Lögð var áhersla á bæði líkamlega og andlega heilsu og var ýmislegt gert til að stuðla að góðri alhliða heilsu starfsmanna. Starfsmenn tóku þátt í heilsubingói en þar þurfti fólk að framkvæma ýmsa hreyfingu eins og að hlaupa/ganga upp kirkjutröppurnar, fara í sund, hlægja, sippa og fara í planka. Kaffistofan var mjög lífleg þessa viku þar sem fólk notaði kaffitímana sína til að framkvæma ýmislegt af spjaldinu sínu.  Á mánudeginum var farið í vikulega göngu með gönguklúbb Oddeyrarskóla. Á þriðjudeginum voru grinilegir ávaxtabakkar í boði í kaffitímanum og á miðvikudeginum fengum við Hildi Eir til að koma og tala um andlega vellíðan á starfsmannafundi. Á þeim fundi var boðið upp á græn heilsuskot og heimalagaðar hollustukúlur. Á fimmtudeginum fengum við Evu Reykjalín Zumbadrottningu til að koma og vera með zumbatíma í salnum okkar. Heilsuvikunni var svo lokað með með að dregið var út eitt bingóspjald og fékk eigandi þess fallega heilsukörfu í verðlaun. Þessi vika var sérlega  skemmtileg og starfsfólk skólans tók virkan þátt í þeim uppákomum sem boðið var upp á. Fleiri myndir má sjá á myndasíðu skólans.

hjarta veifa

Síðast uppfært 15.10 2014