Hettupeysur

Nú ætlar nemendaráð Oddeyrarskóla að bjóða aftur upp á hettupeysur eins og seldar voru fyrir nemendur og starfsfólk fyrir áramót. Peysurnar munu kosta 4.500.- og verður hægt að máta og borga fyrir þær í næstu viku, þriðjudaginn 18. og fimmtudaginn 20. febr. kl. 16-18  í skólanum í stofu 101 (Stapi). Gengið inn að vestan hjá íþróttahúsinu. Það verða eingöngu pantaðar greiddar peysur (ekki er tekið við greiðslukortum).  Peysurnar verða í barnastærðum frá 7-13 ára og svo fullorðinsstærðum S, M, L, XL, og 2XL. Fimm litir verða í boði í hvorum stærðarflokki.

Nánar um liti og stærðir í meðf. viðhengi:

Hettupeysur

 

 

 

 

Síðast uppfært 13.02 2014