Börn yngri en 7 ára mega alls ekki vera úti í almennri umferð á reiðhjóli nema þau séu undir leiðsögn og eftirliti 15 ára eða eldri.
- Nemendur mega koma á hjóli í skólann frá sjö ára aldri samkvæmt landslögum.
- Nemandi sem kemur á hjóli í skólann gerir það á ábyrgð foreldra / forráðamanna sem skulu meta færni og getu barnsins sem og aðstæður til að hjóla í skólann.
- Nota skal viðeigandi öryggisbúnað.
- Ekki má nota reiðhjól eða hlaupahjól í frímínútum eða meðan á skólastarfi stendur. Þegar komið er á hjóli í skólann á að geyma það læst á skólalóðinni í eða við hjólagrindur.
- Skólinn ber enga ábyrgð á hjólum. Þjófnað eða skemmdarverk má tilkynna til lögreglu.
Síðast uppfært 25.10 2016