Hljóðbækur og talgervlar

Allir þeir sem greinst hafa með lesblindu eiga rétt á að nýta sér bókakost hljóðbókasafnsins. Einnig er nú hægt að fá endurgjaldslaust sendan talgervil sem settur er upp í heimilistölvu, spjaldtölvu eða síma. Talgervillinn les upp af neti, pdf skjöl og texta sem skrifaður er upp í tölvuna. Við hvetjum alla sem eiga rétt á að nýta sér þessa tækni að kynna sér málið. Við í skólanum getum aðstoðað við að fá aðgang og leiðbeint um notkun. Nánari upplýsingar eru á heimasíðum Hljóðbókasafns Íslands og Blindrafélagsins.

Síðast uppfært 17.02 2016