Hlutu 3. sætið í Siljunni

Þeir Jóhannes Ísfjörð, Óskar Óðinn og Steinar Bragi, nemendur í 10. bekk Oddeyrarskóla tóku þátt í Siljunni. Strákarnir hömpuðu 3. sætinu fyrir myndband sem þeir gerðu um bókina Elmar fer í göngutúr. Umsögnin sem þeir fengu fyrir myndbandið var: Mjög sniðugt, frumlega leyst og vel teiknað. Skemmtileg notkun á teikningum í anda bókarinnar.

Siljan er myndbandasamkeppni Barnabókaseturs Íslands fyrir grunnskólanemendur. Markmið keppninnar er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri. Keppt er í tveimur flokkum, 5. – 7. bekk og 8. – 10. bekk. Siljan er opin nemendum í öllum skólum landsins og er keppnin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 

Við óskum þeim Óskari, Jóhannesi og Steinari Braga innilega til hamingju með flottan árangur!

Hér má sjá mynband strákanna:

Síðast uppfært 14.05 2019