Börn eiga rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið, en það kemur meðal annars fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Hinn 25. júní 2016 verða haldnar forsetakosningar á Íslandi og eru níu aðilar í framboði.
Við vonumst eftir því að sem flestir grunnskólar taki þátt í þessu verkefni þannig að sem flestir krakkar fái tækifæri til að láta skoðun sína í ljós.
Hér má sjá myndbönd frambjóðenda á KrakkaRÚV.
Nemendur á miðstigi fengu fræðslu um kosningar og horfðu á myndbönd frá öllum forsetaframbjóðendum. Eftir kynninguna fengu nemendur að kjósa. Við settum upp kjörstað. Skipt var upp í 5, 6, 7, kjördeild og útbúinn var kjörklefi og kjörkassi. Meðfylgjandi myndir sýna hvernig kjörstaður leit út.
Síðast uppfært 03.06 2016