Nú erum við að hefja lestrargleði í Oddeyrarskóla og felst hún í ýmiss konar vinnu sem vekur áhuga á lestri og þjálfar hann. Hér koma nokkrir punktar varðandi lestur fengnir af vef Námsgagnastofnunar:
- Lestur hefur jákvæð áhrif á málþroska
- Lestur eykur orðaforða
- Lestur bætir hlustun, athygli og einbeitingu.
- Lestur eykur reynslu og þekkingu.
- Lestur og góður málþroski styður nám í öllum námsgreinum.
Stuðningur foreldra við heimalestur felst m.a. í því að
- sýna lestrarnámi barnsins áhuga
- lesa með barninu á hverjum degi
- setja reglur um lestrarstundina sem auðvelt er að fylgja, lesa t.d. alltaf á sama tíma og á sama stað
- vera örlátur á hrós og hvatningu og varast óþolinmæði
- ræða um myndir í lestrarbók barnsins og tengja efnið reynslu þess
- ræða um innihald textans sem barnið á að lesa, jafnvel þótt hann sé einfaldur
- skýra orð og finna ný orð eins og samheiti, andheiti, rímorð o.s.frv.
- lesa textann eða hluta hans fyrir barnið ef það er þreytt, ekki að sleppa lestrarstundinni
- vera í góðu samstarfi við kennara barnsins.
Síðast uppfært 04.09 2014