Byrjendalæsi í Oddeyrarskóla

ByrjendalæsiÍ Oddeyrarskóla vinnum við samkvæmt hugmyndafræði um Byrjendalæsi í 1. – 4. bekk. Ef foreldrar vilja kynna sér hugmyndafræðina er myndbandið um Byrjendalæsi komið á youtube, bæði á íslensku og ensku. Við hvetjum foreldra til að skoða það. Vefslóðin á íslenska myndbandið er á https://www.youtube.com/watch?v=145lNe5nH-k og enska myndbandið er á slóðinni https://www.youtube.com/watch?v=A329I9O_6GE

Nú er unnið að viðamikilli rannsókn á læsisverkefninu Byrjendalæsi sem unnið er eftir víða um land í samstarfi við miðstöð skólaþróunar. Um rannsóknina má lesa á slóðinni  http://staff.unak.is/not/runar/Rannsoknir/BL_rannsokn.htm

Verið er að vinna úr gögnum, niðurstöður eru farnar að birtast og eru ráðgjafar á Miðstöð skólaþróunar við HA þegar farnir að nýta sér þær til umbóta í verkefnum Byrjendalæsis.

Síðast uppfært 03.09 2014