Eins og flestir hafa orðið varir við hafa nemendur Oddeyrarskóla unnið hörðum höndum að því í vetur að ná árangri í öllu námi sínu.
Vel hefur verið fylgst með og nemendur hvattir áfram í lestrinum og margar vinnustundir farið í að auka færni í lestri. Margir nemendur hófu veturinn með góða lestrarfærni og unnu þá að því að bæta enn frekar framsögn og lesskilning. Aðrir unnu að því að auka leshraða og bæta lesfimi og er skemmst frá því að segja að allir sýndu þeir góðar framfarir og eru dæmi um að leshraði hafi tvöfaldast á einum vetri. Við erum óskaplega stolt af öllum þessum krökkum, við vitum að mikil vinna og einbeiting skilar þessum árangri og ekki síður hvatning frá foreldrum og starfsmönnum.
Við hvetjum alla nemendur til að vera duglegir að viðhalda lestrarfærni sinni í sumarfríinu. Gott að heimsækja bókasafnið reglulega og njóta góðra sumarstunda við lestur.
Síðast uppfært 03.06 2016