Í dag, föstudaginn 16. nóvember lauk 2 vikna lestrarþema sem læsisnefnd skólans efndi til. Þemað var tileinkað rithöfundinum Astrid Lindgren og sögum hennar. Nemendur kynntu sér sögunar hennar og unnu með nokkrar þeirra. Allir bekkir skreyttu hurðirnar að stofunum sínum, en blásið var til samkeppni um best skreyttu hurðina. Óhætt er að segja að mikil vinna og metnaður hafi verið lagður í skreytingarnar. Hér til hliðar má sjá hurðarskreytingu 3. bekkjar, en bar hún sigur úr býtum í samkeppninni sem sannarlega var hörð.
Síðast uppfært 17.01 2019