Kæru foreldrar og forráðamenn!
Eins og allir vita er Oddeyrarskóli heilsueflandi grunnskóli.
Síðastliðin þrjú ár hafa starfsmenn skólans tekið þátt í Lífshlaupinu sem er verkefni á vegum Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands. Í fyrra bættust nemendur við. Þeir gerðu sér lítið fyrir og komu, sáu og sigruðu!
Lífshlaupið gengur út á það að hvetja fólk til aukinnar hreyfingar í daglegu lífi. Þess ber að geta að í fyrra og árið áður sigruðu stafsmenn Oddeyrarskóla innanbæjarkeppnina! Við stefnum að sjálfsögðu á sigur enn eitt árið 🙂
Keppni nemenda gengur út á að bæta meiri hreyfingu inn í sitt daglega líf. Öll miðlungserfið og erfið hreyfing telur en nemendur þurfa að ná samtals a.m.k. 60 mínútna hreyfingu á dag. Nemendur á yngsta stigi fá skráningarblað með sér heim þar sem þau geta haldið utan um hreyfingu sína. Mikilvægt er að skrá alla hreyfingu yfir daginn (ath. að þessar 60 mínútur má taka í nokkrum áföngum yfir daginn). Umsjónarkennarar munu svo sjá um að færa skráninguna inn á vef Lífshlaupsins. Keppnin hefst miðvikudaginn 31. janúar og stendur í tvær vikur.
Við biðjum ykkur foreldra og forráðamenn að aðstoða börnin við þessa skráningu því við trúum því nú er að verja titilinn!
Með bestu kveðjum úr skólanum,
Heilsueflingarnefnd Oddeyrarskóla
Síðast uppfært 30.01 2018