Listsýning barna í Ketilhúsinu: Sköpun bernskunnar

Hér eru myndverk nemenda langt komin en endanlega útkomu má sjá í Ketilhúsinu.

Hér eru myndverk nemenda langt komin en endanlega útkomu má sjá í Ketilhúsinu.

Samsýningin Sköpun bernskunnar var opnuð í Ketilhúsinu síðasta laugardag. Þátttakendur eru nemendur í leik- og grunnskólum Akureyrar, tíu starfandi myndlistarmenn og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi. Þemað er börn og sköpun þeirra. Hugmyndin var að blanda saman list starfandi myndlistarmanna og verkum eftir börn og leikföngum þeirra. Stefnt er að því að sýningin verði árviss viðburður með nýjum þátttakendum ár hvert. 

Nemendur Oddeyrarskóla eiga tvö skemmtileg verk á sýningunni en þau verk voru samvinnuverkefni margra nemenda undir leiðsögn myndlistakennarans Gígju Þórarinsdóttur.

Síðast uppfært 12.05 2015