Myndirnar komnar

myndavélLjósmyndirnar sem teknar voru af nemendum í byrjun október eru komnar í skólann og tilbúnar til afhendingar.

Verðið er 4500 kr. fyrir hópmynd af bekknum í str. 20x25cm og 3 einstaklingsmyndir (1stk. 13×18 og 2 stk. 10×15 cm). Ef foreldrar eiga fleiri en tvö börn í skólanum greiða þeir aðeins fyrir tvö börn, þ.e. 9000 kr.

Myndirnar fást afhentar hjá Kristínu ritara skólans til 8. nóvember gegn greiðslu með peningum eða með því að leggja inn á reikn. 545-14-404652 kt. 190179-3549 og framvísa kvittun þegar myndir eru sóttar. Einnig má koma í skólann og skoða myndirnar áður en ákvörðun er tekin, en því miður verður ekki hægt að skoða myndirnar á netinu.

Allar nánari upplýsingar fást hjá Írisi ljósmyndara með því að senda tölvupóst á  iris@infantia.eu

Síðast uppfært 01.11 2013