Nemendur í 3. og 4. bekk fóru í Hlíðarfjall í dag

Skíðadagur 3. og 4. bekkjarÍ dag fóru 3. og 4. bekkur á skíði í boði Skíðafélags Akureyrar og Skíðastaða. Krakkarnir fengu lánaðan búnað og gátu fengið kennslu á svigskíði, bretti og gönguskíði eftir því hvað þau völdu sér og gekk það allt saman mjög vel. Börnin fengu einnig 4 daga passa í fjallið sem þau geta notað þegar þeim hentar og geta því æft sig enn betur á skíði.

Veðrið og stemmningin var eins og best verður á kosið eins og myndirnar bera með sér og nutu allir sín mjög vel og komu alsælir til baka. Sú hugmynd kom fram meðal nemenda að hafa bara alla fimmtudaga svona skíðadaga þetta væri svo rosalega gaman 🙂

Síðast uppfært 12.12 2013