Á morgun, fimmtudag, munu nemendur Oddeyrarskóla hlaupa í Norræna skólahlaupinu. Nemendur í 6. – 10. bekk hefja hlaupið kl. 10:00 en nemendur í 1. – 5. bekk hefja hlaupið kl. 10:45.
Á heimasíðu ÍSÍ kemur fram að Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984. Allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.
Með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Einnig er leitast við að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri.
Síðast uppfært 18.09 2013