Norrænir gestir í heimsókn


IMG_9394Í dag heimsóttu tvær norrænar konur Oddeyrarskôla, en þær hafa verið í samstarfi við Kristínu skólastjóra og Jennýju Gunnbjörnsdóttur sem starfar við kennaradeild háskólans á Akureyri um nokkurra ára skeið í tengslum við Evrópuverkefni og norrænt samstarfsverkefni um skóla fyrir alla. Þær eru reynsluboltar á því sviði og því mikill fengur af þessu samstarfi. Þær Anne og Grethe fengu kynningu á skólanum og heimsóttu flesta bekki. Þær létu vel af heimsókninni og sögðust upplifa jákvætt og vinsamlegt starfsumhverfi fyrir nemendur og starfsfólk. Jafnframt sögðust þær sjá margar vísbendingar um að vel væri unnið til að mæta þörfum allra nemenda, enda er það metnaðarmál okkar í Oddeyrarskóla að svo sé.

Síðast uppfært 29.08 2017