Oddeyrarskólapeysur – seinni pöntunardagur í dag!

Í dag er seinni pöntunardagur á hettupeysum merkum skólanum,

Peysurnar munu kosta 4.500.- og verður hægt að máta og borga fyrir þær í dag (síðasti séns) kl. 16-17:30 (ath. breyttur tími)  í skólanum í stofu 101 – Stapa. Gengið er inn að vestan hjá íþróttahúsinu. Nauðsynlegt er að greiða fyrir peysurnar um leið og þær eru pantaðar. Peysurnar eru í barnastærðum frá 7-13 ára og svo fullorðinsstærðum S, M, L, XL, og 2XL. Fimm litir verða í boði í hvorum stærðarflokki.

Síðast uppfært 20.02 2014