Oddeyrarskóli hampaði 2. sætinu í Skólahreysti!

Í dag fór fram Akureyrarkeppni í Skólahreysti og gerði lið Oddeyrarskóla sér litið fyrir og hampaði 2. sætinu. Frábær árangur það!

Í liði Oddeyrarskóla voru þau Ólafur Helgi Erlendsson sem keppti í upphýfingum og dýfum, Berglind Líf Jóhannesdóttir sem keppti í armbeygjum og hreystigreip og tvíburasystkinin Heiðar Gauti Jóhannsson og Lilja Katrín Jóhannsdóttir kepptu í hraðabrautinni. Varamenn liðsins voru Hugrún Anna Unnarsdóttir og Amjad Joumaa Naser.

Bjarki Gíslason íþróttakennari sinnti undirbúningi af alúð, kenndi skólahreystival, hélt undankeppni í skólanum og þjálfaði krakkana fyrir keppnina.

Við óskum liðinu og Bjarka innilega til hamingju með frábæran árangur!

Sigurvegarar Akureyrarkeppninnar voru að þessu sinni lið Brekkuskóla og óskum við þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju og óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni í vor.

 

Síðast uppfært 04.04 2018