Oddeyrarskóla barst í morgun sú frábæra frétt að skólinn hefði hlotið Erasmus+-styrk í flokknum „Nám og þjálfun“. Upphæð styrksins er tæplega 16 þúsund evrur og er til tveggja ára. Umsóknin okkar þótti mjög góð og í niðurstöðum matsaðila segir: „Verkefnið er sannfærandi og skýrir vel þörfina fyrir áætlaðar ferðir starfsmanna og hvernig ferðirnar hanga saman við verkefnið í heild sinni.“ Umsóknin hlaut 85 stig af 100 mögulegum.
Styrkféð verður nýtt til endurmenntunar kennara og stjórnenda til að styðja við þau þróunarverkefni sem skólinn er að vinna að. Í fyrsta lagi sækja tveir stjórnendur námskeið um það að styðja við starfsþróun innan skólans, í öðru lagi verður styrkfé nýtt til að heimsækja skóla í Bretlandi sem hafa náð langt í að nýta samræður í skólastarfi og í þriðja lagi heimsækja kennarar úr skólanum breska skóla sem nýta upplýsingatækni í skólastarfi með árangursríkum hætti.
Síðast uppfært 15.05 2015