Í dag fóru 11 nemendur með fulltrúum úr SMT stýrihópi í heimsókn í HA. Ferðin sem var óvissuferð var umbun í 100 miða leiknum sem haldinn var síðustu tvær vikurnar fyrir páska.
Við fórum í Borgir, þar sem Auður og Sean sýndu okkur rannsóknarstofur og gerðu nokkrar tilraunir. Krakkarnir bjuggu til slím sem þeir tóku með sér heim. Eftir heimsóknina í borgir var farið í mötuneyti HA og fengum kakó og kökur.
Síðast uppfært 12.04 2016