Pangea stærðfræðikeppnin 2020

Nokkriar af þeim 3712 nemendum sem tóku þátt í ár

Í dag fóru fram úrslit Pangeu 2020 sem var frestað síðasta vor vegna kórónuveirufaraldursins. Af sömu ástæðum var keppnin í dag frábrugðin úrslitum síðustu ára. Ekki var hægt að safnast saman í Menntaskólanum við Hamrahlíð en í staðinn þreyttu þátttakendur prófið á skólatíma í sínum skólum víðs vegar um landið.

Ekki eru enn komnar niðurstöður en Ebba Þórunn Jónsdóttir úr Oddeyrarskóla stóð sig vel og er ein af 86 sem luku keppni í 3. umferð keppninnar en alls tóku 3.712 nemendur þátt úr 70 skólum,.

Byrjað verður að skrá nemendur í keppni þessa skólaárs í janúar og um að gera að við hvetjum sem flesta til að taka þátt.

Síðast uppfært 01.10 2020