Rithöfundur í heimsókn

Nála-riddarasaga1

Í dag heimsótti Eva Þengilsdóttir rithöfundur nemendur í 1. – 4. bekk og sagði þeim frá nýrri bók sinni, Nála – riddarasaga. Hún sagði þeim frá aðdraganda þess að hún skrifaði bókina, en hann er sá að móður Evu saumaði út stórt veggteppi með riddaramyndum.

Eva varpaði upp myndum úr bókinni og las fyrir krakkana sem sýndu bókinni mikinn áhuga. Skemmtilegar spurningar og vangaveltur komu frá nemendum í kjölfar lestursins.

Við fögnum því hér í Oddeyrarskóla þegar við fáum rithöfunda í heimsókn því við vitum að það glæðir áhuga barnanna á lestri og býður upp á ýmsar vangaveltur um það hvernig sögur verða til.

Fyrir þá sem vilja kynna sér þessa sögu þá verður Eva að lesa upp í Eymundsson í kvöld.

Síðast uppfært 05.12 2014