Fimmtudaginn 24. nóvember var bókasafnið opið síðdegis, frá 16:30 -18:00, fyrir nemendur, foreldra og aðra gesti sem áhuga höfðu á að kíkja í heimsókn.
Boðið var upp á kaffi, kleinur og kókómjólk.
Á sama tíma var fatamarkaður, þar sem fólk gat komið og fengið sér föt og annað sem kom úr geymslum og skápum starfsmanna og foreldra, sem og skoðað þau föt sem skilin hafa verið eftir hér í skólanum undanfarið.
Mæting var allgóð. Um 30 manns kíktu inn á bókasafnið. Sumir gerðu stuttan stans, öðrum dvaldist lengur við að skoða bækur með börnum sínum eða spila við þau.
Síðast uppfært 01.12 2022