Þessa vikuna er búið að vera mikið um að vera hjá nemendum. Á mánudaginn var farið í sund og í ratleik. Í gær var farið í mismundandi útivist hjá flestum bekkjum. Í dag miðvikud. voru ODDÓleikarnir haldnir, farið var alls konar leiki á skólalóðinni, Twister, jakahlaup, grillað popp yfir eldi, pokahlaup, eggjakast o.fl. Og svo var grillað ofan í mannskapinn og boðið upp á Svala með. Á morgun 2. júní hlaupa nemendur til styrktar UNICEF (svokallað apahlaup) þar sem nemendur hafa safnað áheitum.
Á föstudaginn verður einnig farið um víðan völl – Lystigarðinn og fl.
Mánudagurinn 6. júni er síðasti skóladagurinn, þá verðum við með SMT uppskeruhátíð á sal skólans í upphafi skóladags og munu nemendur troða upp.
Klukkan 13:00 þann dag verða skólaslit hjá 1.-7. bekk. Skólaslitin fara fram í íþróttasal skólans þar sem Kristín skólastjóri mun spjalla stuttlega við hópinn og slíta skólanum. Eftir það fara nemendur í stofur til umsjónarkennara og fá afhent námsmat.
Skólaslit hjá 8. – 10.bekk verða á sal sama dag kl. 17:00. Við þá athöfn fá nemendur námsmat, viðurkenningar verða veittar og 10. bekkurinn útskrifast. Við þetta tækifæri kveðjum við þá starfsmenn sem eru að hætta hjá okkur. Eftir dagskrá í sal er nemendum 10. bekkjar og foreldrum þeirra boðið í kaffisamsæti ásamt starfsfólki skólans.
Við bjóðum foreldra/forráðamenn sérstaklega velkomna á skólaslitin.
Síðast uppfært 02.06 2016