Skólahald 3.- 18. nóvember

Samkvæmt nýrri reglugerð sem við störfum eftir 3. – 18. nóvember höfum við nú endurskipulagt skólastarfið með hliðsjón af þeim takmörkunum sem þar er lýst. Í ljósi stöðunnar á Akureyri og fjölda smita var ákveðið að hafa aðgerðir með eftirfarandi hætti.

1. – 4. bekkur

 • Skóladagur nemenda í 1.- 4. bekk er eins og venjulega frá 8:10 – 13:20, gengið inn í húsið á sama stað og venjulega
 • Ekki er hægt að bjóða upp á hafragraut né móttöku á bókasafni fyrir klukkan átta.
 • Nemendur koma beint inn í sínar heimastofur og þess vegna gott ef hægt er að senda börnin ekki allt of snemma af stað.
 • Frístund verður eingöngu í boði fyrir 1. og 2. bekk.
 • Hádegismatur er fyrir 1. – 4. bekk.
 • Ávextir og mjólk verða í boði fyrir þá sem eru í áskrift.
 • Kennsla er í höndum kennara stigsins, engin íþrótta- eða sundkennsla verður á meðan þessi reglugerð gildir og list- og verkgreinar ekki með hefðbundnu sniði. 

5. – 7. bekkur

 • Skóladagur nemenda í 5. -7 .bekk  hefst kl. 8:10 og lýkur um klukkan 12. 
 • Ekki verður hægt að bjóða upp á hafragraut í upphafi dags.
 • 5. bekkur gengur inn í skólann við íþróttahús (að vestan) og eru á neðstu hæð, í Stapa og öðrum rýmum á þeim gangi.
 • Nemendur í 6. og 7. bekkur ganga inn í skólann þar sem þeir eru vanir. 
 • 6. bekkur verður á miðhæð
 • 7. bekkur verður á efstu hæð
 • Engar íþróttir eða sund verða á tímabilinu og kennarateymi hvers hóps sinna allri kennslu hópsins. Ekki verður því um hefðbundið nám að ræða t.d. í list- og verkgreinum.
 • Mikilvægt er að virða 2m nándarmörk og ganga beina leið inn í þau rými sem hafa verið skilgreind fyrir hvern hóp. Nota þarf grímur á göngum og öðrum sameiginlegum rýmum þar sem hópar blandast og mætast. Við mælumst til þess að nemendur hafi grímur meðferðist ef þeir eiga.
 • Ekki verður hægt að fara í matsal og því gott ef nemendur eiga brúsa sem þeir geta haft í vatn til að drekka yfir daginn. Ávextir og mjólk verða í boði fyrir þá sem eru í áskrift.

8.- 10. bekkur

Nemendur í 8. – 10. bekk verða í fjarnámi næstu fjóra daga. Sú ákvörðun verður endurskoðuð á föstudag. Fjarnámið verður með þeim hætti að nemendur fá send verkefni í gegnum google classroom sem þeir vinna heima með stuðningi frá kennurum.  Þeir hitta kennara sína á þremur google meet fundum yfir daginn. Nemendur hitta umsjónarkennara á fyrsta fundi á google meet  kl. 9.15 í fyrramálið þar sem farið verður yfir skipulag námsins þessa daga.

Hér er hægt að fara inn á heimasíðu fjarnáms Oddeyrarskóla. Ef eitthvað er óljóst þá endilega snúið ykkur til umsjónarkennara eða deildarstjóra.

Með þökkum fyrir biðlundina og gott samstarf.

Starfsfólk Oddeyrarskóla

Síðast uppfært 02.11 2020