Skólaleikarnir 2019

Úrslitakeppni Skólaleikanna var haldin í Síðuskóla síðasta föstudag. Þar öttu kappi nemendur úr grunnskólum Akureyrar í hinum ýmsu tölvuleikjum. Oliwia Moranska úr Oddeyrarskóla gerði sér lítið fyrir og sigraði í T-Rex runner með yfirburðum. Hún náði 39.199 stigum sem er rúmlega þrefallt fleiri stig en næsti keppandi náði, ótrúlegur árangur.

Einnig náðu þeir Jóhannes Ísfjörð Jónsson og Ólafur Helgi Erlendsson góðum árangri í FIFA19 og enduðu í 2. sæti í keppninni. Óskar Óðinn Sigtryggsson og Steinar Bragi Laxdal Steinarsson náðu 3.-4. sæti NBA2K19 og Róbert Alexander Geirsson og Óli Þór Hauksson urðu í 5. sæti í Rocket League. Glæsilegur árangur hjá okkar krökkum.

Oliwia Moranska T-Rex runner meistari Akureyrar
Jóhannes og Ólafur Helgi, FIFA19 meistarar Oddeyrarskóla
(Away) Óskar og Steinar, NBA2K19 meistarar Oddeyrarskóla
Óli og Róbert, Rocket League meistarar Oddeyrarskóla

Síðast uppfært 27.05 2019