Skólaslit 6. júní

Skólaslit Oddeyrarskóla verða 6. júní næstkomandi. Nemendur í 1. – 7. bekk mæta í íþróttasal skólans klukkan 9:00 en fylgja síðan umsjónarkennara í stofur og eiga kveðjustund þar.

Skólaslit 8. – 10. bekkjar og útskrift nemenda í 10. bekk verða klukkan 14:30. Nemendum í 10. bekk og aðstandendum þeirra er boðið í kaffi að athöfn lokinni.

Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir á skólaslit.

Síðast uppfært 29.06 2023