Skólastarf frá 5. janúar

Skólinn hefst á morgun kl. 8:10 skv. stundaskrá nemenda og vonandi verður hægt að halda skipulaginu en það er eins og allir vita háð því að covid19 smit blossi ekki upp á ný. Það nota allir venjulega innganga, þ.e. yngsta stig kemur inn austast og nemendur í 5. bekk og eldri inn um aðalinngang á suðurhlið. Allir nemendur eiga kost á að kaupa mat í mötuneyti og verða matmálstímar skv. stundaskrá. Boðið verður upp á hafragraut frá kl. 7:45-8:05. Frístund er opin fyrir nemendur í 1. – 4. bekk.

Síðast uppfært 04.01 2021