Föstudaginn s.l. fóru allir nemendur og starfsfólk skólans inn á sal þar sem Kristín skólastjóri ræddi við nemendur um baráttuna gegn einelti og hvað við gætum öll gert til að sporna við því. Sunginn var skólasöngurinn og að því loknu fengu nemendur og starfsfólk gefins blá armbönd til eignar með áletruninni „Ég legg ekki í einelti“ ásamt einkunnarorðum skólans: Ábyrgð, virðing, vinátta. Eftir þessa stund á salnum fóru allir út á skólalóðina, tóku höndum saman kringum skólann og mynduðu faðmlag utan um hann.
Baráttudagur gegn einelti var 8.nóv. s.l. og var þessi uppákoma í tilefni hans. Skemmtileg stund sem tókst vel.
Síðast uppfært 16.11 2015