Smit í Oddeyrarskóla (uppfært)

Nemandi á miðstigi hefur greinst með staðfest smit af Covid-19. Vegna þessa hefur skólanum verið lokað og allt starfsfólk og nemendur sæta nú úrvinnslusóttkví á meðan smitrakning fer fram.

Starfsfólk, nemendur og foreldrar þeirra eru beðnir að fylgjast vel með því hvort fram komi einkenni sjúkdómsins og er bent á að hafa samband við heilsugæsluna ef grunur vaknar um smit. Enn er óupplýst hver uppruni smitsins er en smitrakning er hafin.

Oddeyrarskóli verður lokaður mánudaginn 19. október vegna smitsins og síðan taka við haustfrí út næstu viku.

Nánari upplýsingar ma finna inni á www.covid.is

Þær aðgerðir sem verður farið í á þessu stigi í samráði við almannavarnir eru:

  • Allir nemendur í 5. 6. og 7. bekk fara í sóttkví og verða boðaðir í sýnatöku upp úr miðri næstu viku.
  • Allir starfsmenn á miðstigi, kennarar og stuðningsfulltrúar og allir þeir sem hafa verið í beinum tengslum við hin smitaða í fimmtán mínútur eða lengur fara í sóttkví.
  • Úrvinnslusóttkví er því aflétt hjá öðru starfsfólki en um að gera að fara að öllu með gát hér eftir sem hingað til.
  • Skólinn verður eftir sem áður lokaður á mánudag til að takmarka umgengni.
  • Frístund verður lokuð alla næstu viku þar sem margir starfsmenn eru í sóttkví.

Síðast uppfært 30.10 2020