SMT sjálfstæðishátíð í Oddeyrarskóla miðvikudaginn 30. apríl

SMT-hátíð -30 apríl 2014nr22 SMT-hátíð -30 apríl 2014nr26 SMT-hátíð -30 apríl 2014nr1 SMT-hátíð -30 apríl 2014nr9Miðvikudaginn 30. apríl öðlaðist Oddeyrarskóli SMT sjálfstæði og í tilefni af því héldum við sjálfstæðishátíð þar sem ýmislegt var til gamans gert. Nokkrir nemendur skólans tróðu upp, við fengum m.a. töframann og uppistand, ljóðalestur, hljóðfæraleik og söng. Nemendur 5. bekk sungu vinalag Oddeyrarskóla og nemendur í 1. og 2. bekk sungu vinalagið (Það er skemmtilegast að leika sér þegar allir eru með). Úrslit úr ljóða- og myndasamkeppni voru kunngjörð. Undir lok hátíðarinnar kom óvæntur gestur, en það var Magni Ásgeirsson sem skemmti okkur með fjörum söng. Gunnar Gíslason fræðslustjóri og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi á skóladeild afhentu  SMT fánann og sjálfstæðisviðurkenninguna og í kjölfarið var nýi SMT fáninn dreginn að húni. Fjörinu lauk síðan með því að allir gæddu sér á grilluðum pylsum. Myndir frá hátíðinni eru væntanlegar á myndasíðu skólans.

Síðast uppfært 09.05 2014