Um þessar mundir er verið að vinna verkefni í íslensku í 5. bekk sem kallast sögusmiðja. Krakkarnir mega semja smásögu, stuttmyndahandrit, leikrit eða lag og lagatexta og vinna sína hugmynd frá grunni. Markmiðið er síðan að þeir nemendur sem vilja sendi verk sitt í samkeppni á vegum Krakkarúv sem heitir Sögur. Hér er linkur inn á vef þeirra fyrir þá sem vilja kynna sér þetta frábæra framtak Ríkissjónvarpsins. Það verður síðan uppskeruhátíð hér í skólanum þar sem við munum bjóða foreldrum að koma og sjá verk nemenda.
Síðast uppfært 27.11 2023