Í síðustu viku komu tveir vaskir menn frá ÍSÍ, þeir Ingi Þór Ágústsson og Viðar Sigurjónsson, færandi hendi þegar þeir afhentu starfsfólki Oddeyrarskóla þrjá verðlaunaplatta fyrir árangur í Lífshlaupinu.
Stærsti plattinn var fyrir árangur nemenda Oddeyrarskóla í Lífshlaupinu. Nemendur voru með hæsta hlutfall hreyfidaga fyrir skóla með 90-299 nemendur. Nemendur hreyfðu sig 8,98 daga að jafnaði og var þátttökuhlutfall þeirra 98%. Algjörlega frábær frammistaða hjá nemendum Oddeyrarskóla sem eru að taka þátt í lífshlaupinu í fyrsta sinn!
Tveir minni plattarnir voru fyrir frammistöðu starsfmanna í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins, en starfsmenn hlutu 2. sæti fyrir hlutfall hreyfidaga og 3. sætið fyrir hlutfall hreyfimínútna. Virkilega góð frammistaða hjá starfsfólki skólans og að sjálfsögðu er stefnt að sigri á næsta ári!
Á sama tíma færðu þeir félagar nemendum 1. bekkjar kókómjólk sem þeir sigruðu í útdráttarleik lífshlaupsins.
Síðast uppfært 22.03 2017