Unnið að heilsustefnu Oddeyrarskóla

img_3150 img_3146fullsizerenderÞessa vikuna vinnum við í Oddeyrarskóla hörðum höndum að því að móta okkur heilsustefnu vegna  innleiðingar á heilsueflandi grunnskóla. Helstu aðilar skólasamfélagsins koma að vinnunni,  allur starfsmannahópurinn vann í stefnumótun á starfsmannafundi í gær og nemendur í 7. – 10. bekk verða beðnir um að leggja okkur lið, enda þeirra sýn bráðnauðsynleg í þessa umræðu. Foreldrar mættu í skólann á súpufund í gærkvöld og áttu málefnalegt og gott spjall sem mun sannarlega nýtast í áframhaldandi vinnu við heilsustefnuna.

Í framhaldinu tekur stýrihópur um heilsueflandi grunnskóla við keflinu og setur saman drög að stefnu sem lögð verður fyrir starfsmannafund og skólaráð til samþykktar.

 

Síðast uppfært 02.11 2016