Við höldum okkar striki og förum í Hlíðarfjall í dag. Það er mikið frost svo það er afar mikilvægt að allir séu vel klæddir en það má alltaf leita í skjól innan húss ef þarf. Skíðafæri er gott og veður milt fyrir utan kuldann.
Frístund opnar fyrr í dag og þar verður tekið á móti börnum sem þar eru skráð. Aðrir koma heim í fyrra fallinu en þetta er skertur skóladagur skv. skóladagatali.
Áætluð viðfera í fjallinu er eftirfarandi en ef breytinga verður þörf munu nemendur 1. – 7. bekkjar ljúka viðveru í skólanum skv. þessu tímaplani. Boðið verður upp á hádegismat við komu í skólann.
1. – 4. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:10. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08:15 og til baka kl.11:15.
5. – 7. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:30. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08:45 og til baka kl. 12:00.
8. – 10. bekkur. Mæting í skóla kl. 8:45. Rútur í Hlíðarfjall kl. 9.00 og til baka kl.12:15.
Síðast uppfært 14.02 2020