Útivistardagur í Hlíðarfjalli fimmtudaginn 13. febrúar

Stefnan er tekin á útivistardag í Hlíðarfjalli fimmtudaginn 13. febrúar. Samkvæmt veðurspá verður talsvert frost þennan dag en úrkomulaust og mjög hægur vindur. Þar sem veður eru válynd munum við taka stöðuna snemma á fimmtudagsmorgni og setja upplýsingar á heimasíðuna eins fljótt og auðið er, um hvort farið verður í fjallið eða ekki. Færslunni verður deilt á facebooksíðu skólans og einnig verður sendur tölvupóstur til foreldra. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og taka með gott nesti.

Síðast uppfært 11.02 2020