Opið hús fyrir foreldra verðandi 1. bekkinga

Miðvikudaginn 12. febrúar verður opið hús fyrir foreldra sem hefja nám í 1. bekk haustið 2020 frá klukkan 9:00-11:00. Stjórnendur munu taka á móti gestum á þessum tíma, spjalla um skólann og sýna húsakynnin. Vinsamlegast gangið inn frá Grenivöllum og gerið vart við ykkur hjá ritara. Allir velkomnir.

Hér má sjá kynningu á skólanum

Síðast uppfært 11.02 2020