Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda við Oddeyrarskóla!
Skv. skóladagatali átti að vera útivistardagur í þessari viku og höfum við ákveðið að hafa hann á morgun, þar sem veðurspáin virðist best þá.
Þannig að við biðjum ykkur um að gæta að því að börnin séu vel nestuð og búin til útivistar í nokkra klukkutíma.
Yngsta stigið tekur strætó í Naustahverfi og gengur í Kjarnaskóg.
Mið- og unglingastig tekur strætó upp á Brekku og gengur í Fálkafell – Gamla og Kjarnaskóg.
Allir fá grillaðar pylsur í Kjarnaskógi í hádeginu og því er ekki gert ráð fyrir hádegismat hér í Oddeyrarskóla.
Með kærri göngukveðju frá stjórnendum Oddeyrarskóla
Síðast uppfært 04.09 2017