Í gær, fimmtudaginn 14. júní, fór fram afhending á viðurkenningum Fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Meðal þeirra er hlutu viðurkenningu var valgreinanefnd grunnskólanna, en nefndin á veg og vanda að samvali grunnskólanna á Akureyri. Samvalið gerir nemendum bæjarins kleift að velja úr talsvert fleiri valgreinum en ef ekki um slíkt samstarf væri að ræða. Valgreinanefndin samanstendur af stjórnendum og námsráðgjafa, einum fulltrúa frá hverjum skóla. Fjóla Kristín Helgadóttir, deildarstjóri eldri deildar við Oddeyrarskóla, er fulltrúi skólans í nefndinni og hefur hún raunar setið í nefndinni frá stofnun hennar. Við óskum valgreinanefndinni innilega til hamingju með viðurkenningarnar og þökkum öllum fulltrúum hennar ötult starf í þágu unglinga á Akureyri.
Síðast uppfært 03.07 2018