Í dag var útivistardagur hjá okkur í Oddeyrarskóla. Við fórum öll upp í Hlíðarfjall ýmist á gönguskíði, svigskíði eða bretti og virtust allir ánægðir með daginn.
Þeir nemendur sem ekki eiga skíða- eða brettabúnað gátu fengið hann lánaðan í Hlíðarfjalli og var undirbúningur starfsmanna Hlíðarfjalls til fyrirmyndar eins og alltaf. Því gekk ótrúlega vel að koma öllum í skó og skíði til að fara að renna sér í brekkunum. Veðrið var gott þrátt fyrir örlitla snjókomu en færið var frábært. Brekkurnar voru vel troðnar svo allir gátu sýnt sína bestu takta 🙂
Nemendur 3. og 4. bekkjar fengu skíðakennslu í boði Skíðafélags Akureyrar og Hlíðarfjalls fyrr í vetur og mátti sjá árangurinn af þeirri kennslu í dag.
Við þökkum starfsmönnum Hlíðarfjalls og Skóladeild Akureyrar kærlega fyrir frábæran dag!
Myndir eru komnar á myndasíðu skólans.
Síðast uppfært 12.02 2014