Þar sem búið er að staðfesta COVID-19 smit á Íslandi viljum við benda á viðbragðsáætlun Oddeyrarskóla við heimsfaraldri en hana má einnig finna á heimasíðu skólanns undir Oddeyrarskóli > Hagnýtt efni
Þar sem þessar fréttir geta valdi ótta og kvíða hjá börnum viljum við minna á að ræða þessi mál af yfirvegun við þau. Við munum halda okkar striki og reiknum með óbreyttu skólahaldi nema að yfirvöld mælist til um annað. Nemendur mega þó búast við að kennarar verði duglegri við að minna þau á að bora ekki í nefið, naga neglur og þvo hendur vel fyrir matartíma.
Svona á að bera sig að þegar rætt er við börn um kórónuveiruna – Grein eftir Kristínu Ólafsdóttir af visir.is
Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Almannavarna og Landælknis.
Síðast uppfært 11.03 2020