FRÍTT Í SUND OG Á SKÍÐI Í VETRARFRÍI

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum á Akureyri frítt í sund og á skíði.

Miðvikudaginn 26. febrúar, fimmtudaginn 27. febrúar og föstudaginn 28. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar á Akureyri farið í skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli og í sundlaugar Akureyrar án endurgjalds.

Grunnskólanemendur gefa upp kennitölu og nafn skóla í afgreiðslu og framhaldsskólanemar VMA og MA framvísa nemendaskírteinum.

Athugið að krakkarnir þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.000 kr. í skíðalyfturnar, kortin fást í afgreiðslu Hlíðarfjalls.

Síðast uppfært 26.02 2020