Skipulagsdagur, foreldraviðtöl og vetrarfrí vikuna 24. – 28. febrúar

Í næstu viku, 24. til 28. febrúar verður enginn hefðbundinn skóladagur. Þessa daga eru skipulagsdagur, viðtalsdagur og vetrarfrí. Nemendur mæta bara í foreldraviðtal með sínum foreldrum eða forráðamönnum á mánudag eða þriðjudag en foreldrar 1. – 7. b. bóka viðtalstíma á mentor.is og foreldrar unglinga bóka viðtöl eftir upplýsingum frá umsjónarkennurum en þeir hitta kennara á fundi í hádeginu fösudaginn 21. febrúar.

Frístund er opin frá 7:45-16:15 á mánudag og þriðjudag, en lokuð á miðvikudag, öskudag og aðeins opin frá kl. 13:00-16:15 í vetrarfríinu á fimmtudag og föstudag.

Síðast uppfært 18.02 2020