Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Í gær voru valdir fulltrúar nemenda í 7. bekk sem taka þátt í stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður í sal Menntaskólans á Akureyri þann 4. mars nk. Hér má sjá myndir af þeim sem lesa upp fyrir hönd Oddeyrarskóla ásamt dómnefndinni en þessir þrír nemendur munu æfa fram að keppni og tveir af þeim taka síðan þátt á lokahátíðinni.

Síðast uppfært 18.02 2020