Viðurkenningar skólanefndar

IMG_1416

Verðlaunahafarnir Kristín Bergþóra Jónsdóttir og Linda Rós Rögnvaldsdóttir. Á myndina vantar Margréti Aðalgeirsdóttur

Verðlaunahafarnir Kristín Bergþóra Jónsdóttir og Linda Rós Rögnvaldsdóttir. Á myndina vantar Margréti Aðalgeirsdóttur

Í dag, þriðjudaginn 26. maí boðaði skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Hofi og veitti nemendum og starfsfólki í grunnskólum Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Heiðar Gauti Jóhannsson, nemandi í 7. bekk Oddeyrarskóla hlaut viðurkenningu, en hann var því miður ekki viðstaddur. Honum verður afhent viðurkenningin við skólaslitin 5. júní. Við óskum Heiðari Gauta innilega til hamingju með viðurkenninguna!

Þrír starfsmenn Oddeyrarskóla hlutu einnig viðurkenningu, en það eru kennararnir sem standa á bakvið innleiðingu á notkun Google umhverfisins í skólastarfinu. Þetta eru þær Kristín Bergþóra Jónsdóttir, Linda Rós Rögnvaldsdóttir og Margrét Th. Aðalgeirsdóttir. Þær stöllur hafa unnið ötullega að því að þróa kennslu- og starfshætti þar sem umhverfið er nýtt til náms og starfa og hafa þær deilt þekkingu sinni um skólann og víðar. Við óskum þeim Kristínu, Lindu og Margréti innilega til hamingju með viðurkenninguna!

Síðast uppfært 26.05 2015