Tækni og sköpun í 9. bekk

FullSizeRenderIMG_1443

 

Nemendur í 9. bekk voru í vikunni að vinna verkefni þar sem þau áttu að búa til sinn eigin bíl. Markmiðið með verkefninu var að dýpka skilning nemenda á hugtökunum ferð (hraði), hröðun, vegalengd og tími og að öðlast færni við að vinna með formúlur tengdar þeim.

Sköpun og lausnaleit er stór þáttur í verkefninu. Sett var upp keppni, hvaða bílli kæmist lengst, færi hraðast, væri með flottustu hönnunina og hver gæti keyrt í hring. Ef bíllinn virkaði ekki sem skyldi þurfti hópurinn að fara aftur í pittinn og laga og endurhanna bíllinn til að geta átt möguleika á að vinna keppnina. Hver bíll mátti fara brautina eins oft og hópurinn kaus. Mælingar og útreikningar fóru upp á töflu og var breytt eftir þörfum ef bíllinn náði betri tíma í næstu ferð. Margir voru með smáatriðin á hreinu, svo sem að skoða grip dekkja og fleira.

Nemendur fengu mótora, rafhlöður, blöðrur, sogrör, grillpinna, dekk, pappa og lím sem efnivið í bílana.

Þetta var virkilega flott hönnun hjá nemendum, mjög skemmtilegur tími og allir tóku virkan þátt.

Síðast uppfært 29.05 2015